Hér er áherslan á persónulega líðan kennarans, innan og utan kennslustofunnar, sjálfseflingu og starfsánægju.
- Áhrifamáttur þinn er ef til vill meiri en þú hugsar út í dags daglega.
- Persónuleg líðan þín getur haft mikil áhrif á líðan nemenda þinna, kennsluna og á nám nemenda þinna.
- Hversu margar klukkustundir á sólarhring ertu að kenna, á kennarafundum, undirbúa kennsluna eða að velta einhverju fyrir þér varðandi kennsluna, nemendur?
- Hvernig viltu bæta samskipti þín og samstarf við annað starfsfólk og stjórnendur?
- Hvers konar byrði tekur þú með þér heim úr vinnunni?
- Að hvaða sviðum viltu auka starfsánægju þína?
- Hverju viltu breyta? Hvers vegna? Hvenær? Hvernig?


Jóna Björg Sætran, kennari, M.Ed., PCC markþjálfi, fyrrv. námsstjóri, fyrrv. aðstoðarskólastjóri.
Námstækni ehf.
jona@namstaekni.is