Blómstraðu - njóttu þess að vera þú!
Yfirlit þjónustu og skráning

Kvíða - og áhyggjubaninn 18. + 25. sept. á netinu.Kvíða- og áhyggjubaninn     Námskeið haldið á netinu mið. 18. og 25. sept. 20 - 22.

Hér er unnið með aðferðafræði hugrænnar atferlismeðferðar sem hefur reynst fólki vel til að gera sér betur grein fyrir því hvers vegna ýmis kvíði fer í gang og hvernig er hægt að vinna með hann til að draga úr neikvæðum áhrifum og erfiðri líðan. 

  • betra sjálfstraust
  • aukinn skilningur á áhrifum neikvæðra hugsana
  • hugsanaskekkjur leiðréttar
  • meiri gleði og hugarró 
 

Umsögn þátttakanda á námskeiðinu "Kvíða- og áhyggjubaninn":

" Þú ert aldeilis ekki svikin af námskeiði hjá Jónu Björgu Sætran, ég fór til hennar vegna kvíða því ég var að fara í mikilvægt viðtal, ég labbaði bæði út frá henni og úr viðtalinu sem sigurvegari, og hefur þetta haldið uppi sigrinum áfram hjá mér"
Takk fyrir mig,   Þórdís.

Viltu eiga auðveldara með að vinna þig út úr aðstæðum sem valda þér kvíða?

Lærðu að ná betri tökum á því sem veldur þér kvíða eða áhyggjum í daglegu lífi, í einkalífi og starfi. 

Það er hægt að skrá sig beint á netinu HÉR

Fyrirspurnir má senda á coach@coach.is

Góð sjálfsmynd og sjálfstraust hjálpar okkur til að vinna bug á erfiðum tilfinningum. Margs konar erfiðleikar geta valdið því að við fyllumst vanlíðan og jafnvel vonleysi og alls kyns yfirþyrmandi og íþyngjandi hugsanir heltaka hugann. Slíkt dregur fram margvíslega vanlíðan, hefur neikvæð áhrif á jafnt andlega og líkamlega vellíðan.
Vinnum að því að losa okkur undan oki kvíðans og leyfum okkur að njóta þess betur að vera við sjálfar, njótum þess að blómstra í jafnt einkalífi sem starfi.
Hér er unnið á grunni aðferðarfræði hugrænnar atferlismeðferðar og einnig aðferðafræði markþjálfunar.
Lærðu að vinna með kvíðatilfinningarnar og áhyggjurnar - þá verður allt miklu auðveldara. 

                                                                                                            Blómstraðu í einkalífi og starfi - Njóttu þess að vera þú!          


Kr. 19.800
Smelltu hér til að skrá þig

Powered by Sigsiu.NET