Blómstraðu - njóttu þess að vera þú!
Yfirlit þjónustu og skráning

Blómstraðu laus við kvíðann. 6 vikna Master Class á netinu september 2022

Blómstraðu laus við kvíðann. 6 vikna  Master Class á netinu september 2022

Í tilefni af 18 ára afmæli Námstækni ehf í ágúst bjóðum við upp á öfluga og umfangsmikla 6 vikna netnámskeið, bæði á íslensku, Blómstraðu laus við kvíðann og á ensku, Feeling anxiety free, á einstökum afmælisafslætti.

Verið er að leggja lokahönd á sérstök vefsvæði til að kynna efni þeirra og áherslu þætti. Hér vil ég aðeins segja að netnámskeiðið er ætlað konum sem vilja fá að njóta sín betur í daglegu lífi, konum sem vilja ná að ráða betur við kvíða sem þær upplifa við ýmsar aðstæður.

Kvíði er eðlileg tilfinning og við ættum að fagna því að geta upplifað kvíða, því kvíðinn getur forðað okkur frá ýmsum hættum. Ef kvíði aftrar þér hinsvegar frá því að gera ýmislegt sem þig langar til að gera - eða þarft að gera, þá er mikilvægt að staldra við og losa sig við slíkan kvíða. 

Ég hef fulla trú á því að þátttakendur sem eru með fulla virkni allar 6 vikurnar, lesa alla textana og vinna verkefnin sem þeim fylgja - OG - fara tvisvar í persónulega markþjálfun á meðan á námskeiðinu stendur ( í 2. og 4 eða 5. viku) nái góðum tökum á amk margskonar kvíðatilfinningum. Það dragi verulega úr ógninni sem kvíðinn olli og að lokum hverfi þessi áhrif að mestu eða öllu leyti.Ég er ekki að lofa því að fólk finni aldrei aftur fyrir kvíða, slík loforð væru ekki raunhæf en það sem skiptir máli er að geta ráðið við kvíðann - vita hvernig best er að stoppa hann - draga úr honum og jafnvel kveðja hann að lokum.

Með afmælisafslættinum eru verðið á námskeiðunum sem byrja í september og október 78.800 kr. en raunvirði þeirra er mun meira. 

 

Jóna Björg Sætran M.Ed., PCC markþjálfi, kennari og fyrirlesari.
Námstækni ehf.
jona@coach.is

jb520PCC badge


78.800.-
Smelltu hér til að skrá þig

Powered by Sigsiu.NET