Á www.blomstradu.is er að finna ítarlega umfjöllun um 6 vikna netnámskeiðið Blómstraðu, laus við kvíðann.
Þar getur þú einnig hlaðið niður ókeypis vinnuskjali Vinnuskjal og 20 bls. ókeypis rafbók "7 leiðir í átt að því að elska líf þitt á ný laus við kvíðann" Rafbók

Á þessum 6 vikum fara þátttakendur í gegnum ákveðið ferli til að byggja upp sjálfstraustið og sjálfsmatið auk samskipta- og félagsfærni, til að auka vellíðan og gleði, efla sig á ýmsan hátt til að eiga auðveldara með að ná tökum á kvíða, róa hann og draga úr áhrifum hans, þannig að kvíðinn hætti að hafa hamlandi áhrif á daglegt líf viðkomandi. Þá er hægt að njóta sín betur.
Oft á tíðum eru það margskonar hugsanaskekkjur sem festa hugann í hringiðu neikvæðra hugsana. Því er mikilvægt að geta nýtt sjálfsstyrk sinn til að breyta hugsanaferlinu og ná þannig tökum á hugsunum sínum, umbreyta neikvæðum og erfiðum hugsunum yfir í jákvæðari mynd, finna möguleikana til að ráða við fyrirliggjandi verkefni af öryggi.
Þú getur tileinkað þér þetta!
Jóna Björg hannaði þetta námskeið í þeim tilgangi að geta sýnt þér fram á að þú getur lært að vinna þannig með kvíðann þinn, að þegar hann læðist að þér, þá vitir þú hvernig best er að bregðast við, þannig að þú haldir áfram þínu striki, í stað þess að kvíðinn stoppi þig af eða valdi þér ómældu hugarangri.
Námskeiðið er byggt á grunni aðferðafræða markþjálfunar og hugrænnar atferlismeðferðar auk árangursfræða.
Smelltu endilega á www.blomstradu.is og kynntu þér hvað þetta einstaka námskeið hefur uppá að bjóða.
Jóna Björg fylgir þér alla leið í gegnum námskeiðið. Í upphafi hverrar viku færðu aðgang að öllu námsefni viðkomandi viku, 6 - 9 textum ásamt verkefnum sem eru flest fjót unnin. Í vikulok fer Jóna Björg í gegnum námsefnið með þátttakendum á hópfundi á netinu, þátttakendur geta þá spurt út í viðkomandi efnisþætti. Auk þessa eru tveir einkatímar í markþjálfun innifaldir í námskeiðinu, sá fyrri í viku 2 og sá síðari í viku 5.
Námskeiðið er á netinu.
Nánari upplýsingar á jona@namstaekni.is
Skráning stendur yfir HÉR
Jóna Björg Sætran M.Ed., PCC markþjálfi, kennari og fyrirlesari.
Námstækni ehf.

