Námstækni ehf

Námstækni ehf. er kennslu- og ráðgjafafyrirtæki sem var stofnað 19. ágúst 2004 af Jónu Björgu Sætran sem þá hafði nýlokið meistaragráðu í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun og tölvu- og upplýsingatækni. Í dag, 2022, hefur Jóna Björg verið tengd kennslu- og menntamálum í yfir 40 ár og unnið á öllum skólastigum. 

Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á vönduð og fagleg námskeið og ráðgjöf sem geta auðveldað fólki að vinna að markmiðum sínum til að öðlast meiri vellíðan og velgengni á hverju því sviði sem hver og einn kýs sjálfur. Við viljum auðvelda fólki að blómstra í einkalífi og starfi.

Einkunnarorð okkar eru; Blómstraðu í einkalífi og starfi! Njóttu þess að vera þú!

Námstækni ehf. býður upp á markþjálfun, námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf í sjálfseflingu, námstækni, markmiðasetningu og Feng Shui. 
Eigendur Námstækni ehf. eru:
Jóna Björg Sætran M.Ed., menntunarfræðingur, (fyrrv. námstjóri og fyrrv. aðstoðarskólastjóri), PCC markþjálfi.
Feng Shui ráðgjafi
og Kristinn Snævar Jónsson Cand. Merc. og Cand. Theol.

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.