Blómstraðu í einkalífi og starfi! (á netinu )

Blómstraðu í einkalífi og starfi!   3 vikna netnámskeið hefst 26. janúar 2021.
Hér er unnið með sjálfseflingu og sjálfstraust í víðum skilningi.

Vinnugögn send þátttakendum, lesefnið og eyðufyllingaverkefni. Þriðjudagskvöldin 26. janúar, 2. og  9. febrúar kl. 20 - 21 eru vinnustofur á Zoom fjarfundum þar sem fjallað er um efnið sem þátttakendur höfðu fengið sent og þátttakendur fá tækifæri til að spyrja út í efnið. Allir þátttakendur eru í mynd á Zoom og geta deilt skjánum ef þess er óskað. 

Þátttakendur fá ýmis verkefni til að vinna með á milli kennsludaga, efnisþættirnir eru:

self-empowermentsjálfsefling – sjálfsvirðing – sjálfsábyrgð – hugsanir - sjálfstraust – kjarkur – frestunarárátta – virk hlustun – áhrifavaldar – hrós – framsýni – hæfileikar – kvíði - nýjar venjur –  fagmennska – staðhæfingar – skipulagning – að njóta lífsins – að njóta þess að vera þú – að hætta sér út fyrir þægindahringinn – bætt samskipti og uppbyggileg samtalstækni – fyrirgefning – máttur slökunar - hugarró – frestunarárátta - tímaskipulag - framtíðardraumar - markmið - markmiðavinna 

Dæmi um áhersluþætti:  Þú berð ábyrgð á eigin lífi, eigin vellíðan.

Er eitthvað öðruvísi en þú vilt hafa það í lífi þínu? 
Hvernig viltu hafa framtíðina? Fyrsta skrefið er að vita hvað þú vilt. 
Nýttu þér færnina sem enginn getur tekið frá þér, færnina til að hugsa. Þú getur aðeins hugsað eina hugsun í einu. Hugsanir þínar eru ótrúlega öflugar - einkum ef þú einbeitir þér að því að nýta huga þinn markvisst.
Ef aðstæður okkar eru aðrar en við viljum er vert að huga að því hvernig við nýtum eigin færni til að hugsa og taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Ertu örugglega að vinna að eigin markmiðum - eða ertu mögulega að vinna að markmiðum sem þú telur að aðrir myndu gjarnan vilja að þú næðir?
Hver er þín mesta auðlegð í lífinu? Leggðu rækt við hana!

Aðstæður þínar í dag þurfa ekki að vera lýsandi fyrir framtíð þína! Nútíðin endurspeglar aðeins hugsanir þínar og athafnir hingað til.

Við verðum stöðugt fyrir áhrifum af nánasta umhverfi okkar þannig að hugsanir og athafnir litast oft af viðhorfum sem við tileinkum okkur ómeðvitað frá ýmsum áhrifavöldum í lífi okkar s.s. foreldrum, félögum og fjölmiðlum. Undirmeðvitundin er stöðugt að verki og stjórnar þannig jafnvel daglegu lífi þínu, vellíðan og velgengni samkvæmt því sem aðrir hafa talið þér trú um að þú gætir eða gætir ekki verið, gert eða átt.


Þú berð mikla ábyrgð á hamingju þinni og lífsgleði. 

Nýttu þér styrkleika þína, njóttu þess að vera þú! Blómstraðu!
1. Settu þér skrifleg, mælanleg og tímasett langtíma- og skammtímamarkmið.
2. Notaðu markmiðamyndir og jákvæðar staðhæfingar til að upplifa tilfinningalega að þú hafir náð markmiðum þínum. Þakkaðu fyrir hvert þrep sem þú færist nær.
3. Gerðu framkvæmdaáætlun og framkvæmdu eftir henni sem best þú getur.
4. Fylgdu hjartanu, innsæi þínu. Ekki hræðast að skipta um aðferðir, leiðir eða markmið. Varðveittu gildin þín
5. Gerðu meira af því sem virkar vel, hættu því sem er ekki að ganga upp.
6. Þegar þér líður vel og vegnar vel, þá áttu líka auðveldara með að hjálpa öðrum.

Sýndu ábyrgð á eigin vellíðan - velgengni og auðlegð. Taktu í taumana, taktu við stjórninni, þetta er þitt líf!

Aðgangsupplýsingar sendar þátttakendum.

Verð: 24.800

Upplýsingar á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.