Blómstraðu í einkalífi og starfi! (á netinu )

 

Sjálfsefling og hópmarkþjálfun 26. jan. - 19. febrúar 2021

26. janúar 2021 hefst 3ja vikna netnámskeið: Blómstraðu í einkalífi og starfi, njóttu þess að vera þú. Sjálfsefling til árangurs; 3ja vikna námskeið á netinu ásamt hópmarkþjálfun.

Við aðlögum okkur að aðstæðum og bjóðum þannig upp á námskeið sem fer fram á netinu og til að efla árangur fer nú hluti af tímanum á zoom sem hópmarkþjálfun.

Nokkrir efnisþátta á námskeiðinu eru: sjálfsefling - sjálfstraust - hverju vil ég breyta, hvernig og hvers vegna - að sleppa frestunaráráttunni - draumadagurinn minn - markmiðin mín - betri samskipti - meiri gleði og ánægja. Þátttakendur fá sent efni til að vinna með í tengslum við þessi atriði og til að vinna persónuleg verkefni í tengslum við þau.

Á þremur vikulegum zoom fundum, á þriðjudagskvöldum kl. 20 - 21 þá ræði ég fyrst við þátttakendur um efni og verkefni vikunnar og síðan er ég með hópinn í hópmarkþjálfun á netinu.

Í hópmarkþjálfuninni er ég EKKI að ráðleggja hvað eða hvernig þátttakendur eigi að nýta sér verkefnin - heldur aðstoða ég hvern og einn til að kafa dýpra í hugsanir sínar um hvaða skref viðkomandi vill taka næst, og hvernig hægt er að auðvelda sér að sjá leiðina áfram.

Verð kr. 24.800.

Nánari upplýsingar á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Leiðbeinandi er Jóna Björg Sætran M.Ed., ACC markþjálfi, kennari og fyrirlesari. Sjá hér umsagnir þátttakenda um eldri gerð af námskeiðinu Blómstraðu (fyrir Covid og fyrir hópmarkþjálfun)


24.800.-