Coaching ~ markþjálfun

Coaching markþjálfun og Hugræn atferlismeðferð

Skráning í einkatíma í markþjálfun sjá HÉR  

ACC.JBS.2018

Skráning hafin á 4ra vikna netnámskeið fyrir kennara Kennari - njóttu þín í starfi og leyfðu þér að blómstra!  Sjá HÉR

 Björg Sætran er með alþjóðlega ACC vottun í markþjálfun (ICF International Coach Federation) og hefur einnig lokið framhaldsnámi fyrir efri vottunarstig markþjálfunar, PCC. Hún á að baki yfir 500 klukkutíma í markþjálfun.

Jóna Björg er með meistarapróf, M.Ed., í menntunarfræðum og hefur unnið með markþjálfun, jákvæða sálfræði og árangursfræði allt frá 1998 m.a. sem leiðbeinandi á námskeiðum Brian Tracy Interantional á Íslandi.

Jóna Björg hefur einnig lokið 30 ECTS eininga eins árs þverfaglegu hagnýtu námi í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC).


Jóna Björg stofnaði Námstækni ehf. árið 2004 þar sem markmiðið er að auðvelda fólki að blómstra í einkalífi og starfi. Þar er boðið upp á fagleg námskeið, einkatíma, kennslu og ráðgjöf sem geta auðveldað fólki að vinna að markmiðum sínum til að öðlast meiri vellíðan og velgengni á hverju því sviði sem hver og einn kýs sjálfur.  www.namstaekni.is

Jóna Björg vann að stofnun Félags markþjálfunar á Íslandi.


Sjá nánar hér um menntun og starfsferil Jónu Bjargar Sætran

Sjá nánar hér um markþjálfun - coaching

Sjá nánar hér um meðferðarvinnu á grunni hugrænnar atferlismeðferðar

Hugræn atferlismeðferð
 hefur reynst vel til að vinna m.a. með vægt þunglyndi, kvíða og félagsfælni.

Viltu ná betri árangri?
Viltu finna hvað þú vilt í raun og veru!

Finnst þér þú mögulega reika hálf stefnulaust áfram? Er eitthvað sem vantar?
Hefur þú sett þér ákveðin markmið sem þú ert að vinna að? Það er ekki nóg að setja sér markmið - stundum verða þau ekki að neinu því þig vantar að fá skarpari sýn á það sem þú vilt. Öflug leið til að vinna markmvisst að því að ná verulegum árangri er að fá markþjálfa til að vinna með sér í ákveðinn tíma í markþjálfun.

Þú ert lang besti aðilinn til að finna leiðina að markmiðum þínum - en það getur verið mun fljótlegra að fá markþjálfa til að koma sér í gang og til að halda sér við efnið.

Ertu að reyna að vinna að ákveðnum atriðum í vinnunni - en átt erfitt með að finna hvernig þú vilt vinna verkið? Finnst þér lítið ganga í rétta átt dags daglega því þú átt erfitt með að ákveða hvað þú vilt?

Ertu að kljást við kvíða, félagsfælni eða streitu? Þetta eru allt atriði sem er hægt að vinna með til að þér líði betur og þú náir betri árangri á hverju því sviði sem þú vilt. Erfiðar hugsanir sem eiga það til að leita á hugann í tíma og ótíma eru aðeins hugsanir, ekki sannleikur. Þú fæddist ekki full af kvíða, streitu eða félagsfælni. Þú lærðir þetta á lífsleiðinni. Þess vegna getur þú líka unnið með það og breytt þessari líðan til hins betra á ný.

Getur Hugræn atferlismeðferð nýst barninu þínu?
Hjá Námstækni ehf. er mikið unnið með Hugræna atferlismeðferð - bæði fyrir fullorðna - og nú líka fyrir börn. 
Jóna Björg nefnir barna-einka-námskeiðið "Snillinginn". Hér er umsögn móður sem kom með drenginn sinn á "Snillinganámskeið" nýverið. 
Móðirin segir: "Ég fór með strákinn minn á Snillinganámskeiðið hjá Námstækni. En ég er einstæð móðir og það getur stundum verið erfitt að halda öllu í skorðum. Hann var farinn að stjórna ansi miklu á heimilinu, var orðinn frekur og á köflum dónalegur. 

Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta og náði Jóna Björg að tengjast honum þannig og tengja til dæmis reglur fótboltans við hegðun „utan vallarins“. Þetta virkaði mjög vel á hann og er hann í dag kurteis við alla, hjálpsamur á heimilinu og hlýðinn við hana mömmu sína 
Ég tel að þetta námskeið geti hjálpað krökkum með hvaða „vanda“ sem er."

 

Hér getur þú séð yfirlit námskeiða og þjónustu.

Finndu okkur á Facebook

Markþjálfunarsíðan á Facebook