Coaching ~ markþjálfun

Ummæli frá skemmtinefnd Kvenfélags Garðabæjar

Jóna Björg kom og var með erindi hjá Kvenfélagi Garðabæjar 1. apríl s.l. (2008) undir nafninu ,,Blómstraðu - njóttu þess að vera þú!".

Hún kom sem gestafyrirlesari á vegum skemmtinefndar Kvenfélagsins og talaði fyrir fullu húsi kvenna á öllum aldri. Hún ræddi einnig um Feng Shui og ýmislegt annað fróðlegt en umfram allt skemmtilegt.

Það má með sanni segja að hún hafi vakið nokkrar okkar upp til meðvitundar um að það eru ekki kílóin sem skipta máli heldur hvernig við hugsum um þau. Við getum víst losnað við þau án þess að fara í enn einn megrunarkúrinn, allt eftir því hvort markmiðið er halda að í þau, auka við eða minnka þau!!! Umræður og fyrirspurnir vöktu kátínu meðal gesta og ein var staðráðin í því að hreinsa allt mögulegt út úr svefnherberginu sínu, nema kallinn!
Jóna Björg er fróður og skemmtilegur fyrirlesari og þökkum við henni fyrir að gefa sér tíma til þess að leyfa okkur að blómstra.

Kveðja frá apríl skemmtinefnd Kvenfélags Garðabæjar