Coaching ~ markþjálfun

Umsagnir

Kom mér af stað til að hugsa

"Námskeiðið Blómstraðu! kom mér af stað til að hugsa um það sem mér er mikilægt í lífinu og hlúa að því. ..... einnig að byrja að framkvæma það sem mig hefur langað til að gera."

Ummæli frá skemmtinefnd Kvenfélags Garðabæjar

Jóna Björg kom og var með erindi hjá Kvenfélagi Garðabæjar 1. apríl s.l. (2008) undir nafninu ,,Blómstraðu - njóttu þess að vera þú!".

Hún kom sem gestafyrirlesari á vegum skemmtinefndar Kvenfélagsins og talaði fyrir fullu húsi kvenna á öllum aldri. Hún ræddi einnig um Feng Shui og ýmislegt annað fróðlegt en umfram allt skemmtilegt.

Það má með sanni segja að hún hafi vakið nokkrar okkar upp til meðvitundar um að það eru ekki kílóin sem skipta máli heldur hvernig við hugsum um þau. Við getum víst losnað við þau án þess að fara í enn einn megrunarkúrinn, allt eftir því hvort markmiðið er halda að í þau, auka við eða minnka þau!!! Umræður og fyrirspurnir vöktu kátínu meðal gesta og ein var staðráðin í því að hreinsa allt mögulegt út úr svefnherberginu sínu, nema kallinn!
Jóna Björg er fróður og skemmtilegur fyrirlesari og þökkum við henni fyrir að gefa sér tíma til þess að leyfa okkur að blómstra.

Kveðja frá apríl skemmtinefnd Kvenfélags Garðabæjar

Frétt af vef Prentmets

Mánudaginn 3. mars 2008 hélt Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur og ráðgjafi í árangursfræðum fyrirlestur fyrir starfsfólk Prentmets sem nefnist: ,,Blómstraðu í Prentmet og njóttu þess að vera þú".

Hún kom inn á það að starfa hjá Prentmet væri bæði mjög krefjandi og mikilvægt starf og styrkur Prentmets væri bæði frábært starfsfólk og góður starfsandi. Hver og einn starfsmaður er lykilpersóna í þjónustuferlinu sem Prentmet veitir. Því er mjög mikilvægt að hverjum og einum líði vel. Þegar okkur líður vel er líklegra að við höfum jákvæð áhrif á aðra. Jákvætt og uppörvandi viðmót okkar getur átt mjög stóran þátt í að bjarga deginum hjá öðrum. Stafsfólkið fékk góðan tékklista til að punkta hjá sér ýmislegt, s.s. hugsanir, gamlar forritanir, andlega líðan, persónulegan þroska og heilsu. Síðan gaf Jóna Björg starfsfólkinu góð ráð til að blómstra bæði í leik og starfi, í vinnunni og í einkalífinu, þar sem hún m.a. ráðlagði okkur að brosa um leið og við svörum í símann. Fyrirlesturinn var mjög góður og athyglisverður og fékk Jóna alla til að líða vel og brosa.

Brostu framan í heiminn - og heimurinn brosir til þín.
(Birt með leyfi Prentmets)

Nú er það ný markmið og ný tækifæri.

Þetta sagði Kata: "Þetta er annað markmiðasetninganámskeiðið mitt hjá Námstækni ehf. Eftir fyrsta námskeiðið hef ég framkvæmt 80% af markmiðunum sem ég setti mér þá. Nú er það ný markmið og ný tækifæri."
Kata eftir Blómstraðu! námskeiðið 19. júlí 2007

Frábært námskeið sem opnaði augu okkar

Guðrún og Signý sögðu þetta eftir námskeiðið 7. júní 2008: Þetta var frábært námskeið sem opnaði augu okkar fyrir þeim tækifærum sem eru í umhverfinu og við þurfum bara að teygja okkur í. Jóna Björg er frábær kennari, hún leiddi okkur áfram í átt að þeim markmiðum sem við höfum nú sett okkur í lífinu.

Frábær innblástur!

Lilja Viðarsdóttir sagði þetta eftir Blómstraðu! 23. ágúst :"Þessum tíma var vel varið. Ég hef farið á ýmis námskeið í gegnum tíðina, og finnst munurinn hér vera sá að framsetning og útskýringar eru mjög skýrar. Ég hlakka til að setjast niður og ljúka markmiðasetningu og láta góða drauma rætast. Frábær innblástur!"

Gefur svo mikið

"Mig langar til að leggja orð í belg og þakka fyrir námskeiðið "Blómstraðu!"
Það gerði mér eingöngu gott. Já það má segja að námskeiðið sé eins og gleraugu sem gefa okkur sannari sýn á okkar bestu hæfileika, mannréttindi og skyldur gagnvart okkur sjálfum. Okkur hættir svo oft til að vanrækja og setja okkur sjálf í afgangs sæti og finnum þá jafnvel að ekkert almennilegt sæti er eftir vegna þess að sjálfsmat okkar var svo skert. Takk fyrir gott námskeið og auðskilið, sem gefur svo mikið."

Þakka fyrir frábært námskeið

"Ég vil þakka fyrir frábært námskeið og ég er ekki í nokkrum vafa að það á eftir að nýtast mér mjög vel bæði í einkalífinu og í sambandi við nýja fyritækið mitt."

Frábært skipulag og mikil hvatning

"Innihaldsríkt og lærdómsríkt námskeið. Frábært skipulag og mikil hvatning til að gera gott enn betra."

Opnað augu fyrir leiðum í átt að meiri þroska og áræðni

"Ég hef farið á mörg námskeið í gegnum tíðina. Þetta námskeið hefur toppað öll hin fyrri námskeið, opnað augu fyrir leiðum í átt að meiri þroska og áræðni. "

Leiðir til aukins þroska og bjartsýni

"Blómstraðu! hvetur mig til að vinna betur í sjálfri mér og auka mér kjark og jákvæðni. Námskeiðið kennir mér leiðir til aukins þroska og bjartsýni."

Á erindi við alla

"Blómstraðu námskeiðið á erindi við alla. Námskeiðið hefur fyllt mig eldmóði sem ég fann ekki fyrir áður og ég sé hluti í skýrara ljósi en áður. Ég hef lært margt um sjálfa mig og um mín markmið og mínar framtíðaráætlanir. Gefðu þér gjöf, skelltu þér á námskeiðið. Það er svo sannarlega gjöf til framtíðar."

Ég get það sem ég vil

"Námskeiðið hefur hjálpað mér að tileinka mér að maður er það sem maður hugsar og að ég get það sem ég vil."

Að rækta minn eigin blómagarð

"Eftir þetta námskeið er ég staðráðin í að leyfa mér að njóta þess að þykja vænt um mig sjálfa. Ég hef öll tækifæri til þess. Eina hindrunin var ég sjálf! Nú ætla ég að rækta minn eigin blómagarð."

Ástarþakkir fyrir frábært námskeið

"Ástarþakkir fyrir frábært námskeið!
Þessum tíma hefur verið mjög vel varið, sértaklega gott hversu vel manni gagnast efnið bæði í einkalífi og vinnu. Ég er einnig ánægð með að hafa nú setið sjálfseflingarnámskeið þar sem ég þarf ekki endalaust að standa upp og tjá mig eins og á svo mörgum sjálfsstyrkingarnámskeiðum. "

Gott námskeið og auðskilið, sem gefur svo mikið

Kæra Jóna, Mig langar til að leggja orð í belg og þakka fyrir námskeiðið þitt "Blómstraðu, vertu blómarós" .Það gerði mér eingöngu gott og andrúmsloftið hjá okkur konunum varð fljótt eins og hjá góðum systrum. Við tengdumst hlýjum vinaböndum sem ekki rofna svo glatt þó við hittumst ekki oft. Námskeiðið varð til þess að við fundum þörf fyrir að hvetja hvor aðra áfram og hughreysta þegar með þurfti. Við fundum betur mikilvægi okkar og styrk, okkar mjúku hliðar sem eru svo mikilvægar og dýrmætar og sterkari en okkur grunaði. Já það má segja að námskeiðið sé eins og gleraugu sem gefa okkur sannari sýn á okkar bestu hæfileika, mannréttindi og skyldur gagnvart okkur sjálfum. Okkur hættir svo oft til að vanrækja og setja okkur sjálfar í afgangs sæti og finnum þá jafnvel að ekkert almennilegt sæti er eftir vegna þess að sjálfsmat okkar var svo skert. Þakka þér fyrir gott námskeið og auðskilið, sem gefur svo mikið.
Kær kveðja, Þórdís Malmquist

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

2
Næsta
Síðasta