Coaching ~ markþjálfun

Gott námskeið og auðskilið, sem gefur svo mikið

Kæra Jóna, Mig langar til að leggja orð í belg og þakka fyrir námskeiðið þitt "Blómstraðu, vertu blómarós" .Það gerði mér eingöngu gott og andrúmsloftið hjá okkur konunum varð fljótt eins og hjá góðum systrum. Við tengdumst hlýjum vinaböndum sem ekki rofna svo glatt þó við hittumst ekki oft. Námskeiðið varð til þess að við fundum þörf fyrir að hvetja hvor aðra áfram og hughreysta þegar með þurfti. Við fundum betur mikilvægi okkar og styrk, okkar mjúku hliðar sem eru svo mikilvægar og dýrmætar og sterkari en okkur grunaði. Já það má segja að námskeiðið sé eins og gleraugu sem gefa okkur sannari sýn á okkar bestu hæfileika, mannréttindi og skyldur gagnvart okkur sjálfum. Okkur hættir svo oft til að vanrækja og setja okkur sjálfar í afgangs sæti og finnum þá jafnvel að ekkert almennilegt sæti er eftir vegna þess að sjálfsmat okkar var svo skert. Þakka þér fyrir gott námskeið og auðskilið, sem gefur svo mikið.
Kær kveðja, Þórdís Malmquist