Coaching ~ markþjálfun

Gefur svo mikið

"Mig langar til að leggja orð í belg og þakka fyrir námskeiðið "Blómstraðu!"
Það gerði mér eingöngu gott. Já það má segja að námskeiðið sé eins og gleraugu sem gefa okkur sannari sýn á okkar bestu hæfileika, mannréttindi og skyldur gagnvart okkur sjálfum. Okkur hættir svo oft til að vanrækja og setja okkur sjálf í afgangs sæti og finnum þá jafnvel að ekkert almennilegt sæti er eftir vegna þess að sjálfsmat okkar var svo skert. Takk fyrir gott námskeið og auðskilið, sem gefur svo mikið."