Coaching ~ markþjálfun

Frétt af vef Prentmets

Mánudaginn 3. mars 2008 hélt Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur og ráðgjafi í árangursfræðum fyrirlestur fyrir starfsfólk Prentmets sem nefnist: ,,Blómstraðu í Prentmet og njóttu þess að vera þú".

Hún kom inn á það að starfa hjá Prentmet væri bæði mjög krefjandi og mikilvægt starf og styrkur Prentmets væri bæði frábært starfsfólk og góður starfsandi. Hver og einn starfsmaður er lykilpersóna í þjónustuferlinu sem Prentmet veitir. Því er mjög mikilvægt að hverjum og einum líði vel. Þegar okkur líður vel er líklegra að við höfum jákvæð áhrif á aðra. Jákvætt og uppörvandi viðmót okkar getur átt mjög stóran þátt í að bjarga deginum hjá öðrum. Stafsfólkið fékk góðan tékklista til að punkta hjá sér ýmislegt, s.s. hugsanir, gamlar forritanir, andlega líðan, persónulegan þroska og heilsu. Síðan gaf Jóna Björg starfsfólkinu góð ráð til að blómstra bæði í leik og starfi, í vinnunni og í einkalífinu, þar sem hún m.a. ráðlagði okkur að brosa um leið og við svörum í símann. Fyrirlesturinn var mjög góður og athyglisverður og fékk Jóna alla til að líða vel og brosa.

Brostu framan í heiminn - og heimurinn brosir til þín.
(Birt með leyfi Prentmets)