PhotoReading - öflug tækni til að vinna með texta

Greinar

Þess vegna kenni ég PhotoReading

PhR kiljan kapa.140.200 h hv

Þegar ég rakst á bókina PhotoReading eftir Paul R. Scheele var það einkum ein setning aftan á bókarkápunni sem náði strax athygli minni en þar stóð að með aðferðum PhotoReading væri hægt að ná að skynja texta með hraða sem samsvaraði allt að 25.000 orðum á mínútu! Þetta þótti mér ótrúlegt, - líklegast væri hér um auglýsingabrellu að ræða. Fljótlega gerði ég mér þó grein fyrir að hér var um að ræða lestrar- og námstækni þar sem unnið var með lestrarefni á allt annan hátt en ég hafði kynnst áður. Þessi einfalda tækni virtist geta gjörbreytt allri vinnu með mikinn lestexta!

Lesa meira...

Aðalatriði og hugarkort

Aðalatriðin eru mikilvægust!
Með því að læra og nýta þér aðferðir PhotoReading getur þú smá saman amk. þrefaldað lestrarhraðann en jafnframt náð góðri einbeitingu og meiri skilningi á lesefninu.

Í PhotoReading er lögð áhersla á að finna aðalatriðin, það eru þau sem skipta máli fyrir lesandann. Rannsóknir hafa sýnt að þegar öll aukaorð hafa verið fjarlægð úr texta, þá standi aðeins 4% - 11% textans eftir. Þessi 4% - 11% eru aðalatriðin, þau atriði sem eru nauðsynleg til að skilja megininnihald textans.

Lesa meira...

PhotoReading = Myndlestur

Þegar þú vilt lesa meira og skilja textann betur!PhotoReading er mjög öflug námstækni sem auðveldar alla vinnu með texta. PhotoReading byggir á eiginleikum heilans, eiginleikum sem allir heilbrigðir einstaklingar fæðast með.

Þessi vinnuaðferð er oft nefnd Myndlestur á íslensku en það heiti hefur stundum valdið misskilningi því hér er ekki um það að ræða að verið sé að túlka myndir eins og orðið myndlestur gæti falið í sér.

 


Öflug vinna með námsefni Dags daglega erum við almennt að nota aðeins agnarlítið brotabrot af heilafærni okkar. Við getum lært að nýta færni heilans svo miklu meira til að auðvelda okkur ýmis verk sem við þurfum að vinna. Í PhotoReading nýtum við alls konar taugatengsl á milli svæða í heilanum. Með því að nota undirmeðvitund okkar meðvitað þá getum við m.a. nýtt okkur meðfædda hæfileika okkar til að innbyrða mikið magn af texta á skömmum tíma, með því að vinna með hann á ákveðinn hátt.

Námstækni ehf. býður upp á PhotoReading námskeið tvisvar á ári, þ.e. fljótlega eftir að vorönn og haustönn hefjast.

Sjá hér

 

Lesa meira...